Kristján: Tilbúnir og heitir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 16:45 Kristján Arason, þjálfari FH. Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“ Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira