Viðskipti innlent

Íbúðakaup tvöfaldast milli vikna í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 125. Þetta er helmingi meiri fjöldi en í síðustu viku og verulega yfir meðaltalinu á síðustu 12 vikum sem er 72 samningar. Raunar Þarf að fara aftur til ársins 2007 til að finna víðlíka viðskipti á fasteignarmarkaðinum.

Samkvæmt vefsíðu Þjóðskrár Íslands skiptast 125 samningarnir þannig að þar af var 91 samningur um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.297 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 100 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20 milljónir króna.

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 5 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 265 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þeir voru allir um sérbýli. Heildarveltan var 104 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,1 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×