Lífið

Maríus og Aggi koma með vorið

Strákarnir verða í essinu sínu á Rósenberg á þriðjudagskvöld.
Strákarnir verða í essinu sínu á Rósenberg á þriðjudagskvöld.
Það ætti enginn að vera svikinn af ferð á swing-tónleikana með þeim Maríusi og Agga sem haldnir verða á Rósenberg á þriðjudaginn.

Maríus er enda einn flinkasti söngvari landsins, hefur sungið aðalhlutverk í fjölda söngleikja í Austuríki, Sviss og Þýskalandi, og ekki á hverjum degi sem hann sést syngja á sviði hérlendis. Aggi, eða Agnar Már, er einn virtasti píanóleikari landsins og hefur gefið út fjölda platna og unnið með fremstu söngvurum landsins.

Maríus og Aggi ætla að halda tónleika þar sem flutt verða lög eftir Cole Porter, ásamt íslenskum og erlendum dægurlagaperlum. Þetta verður létt prógramm, enda er yfirskriftin Vor í lofti á Rósenberg. Hljómsveit þeirra skipa þau Snorri Sigurðarson trompetleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á þriðjudaginn. Miðaverð er 1500 krónur. Nánari upplýsingar er að finna um tónleikana hér á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.