Viðskipti innlent

Vita ekki hvernig á að borga vextina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meirihluti veit ekki eða vill ekki svara hvernig greiða á áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki dagana 21. - 28. mars 2011.

Spurt var: Verði Icesave III samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir að á þessu ári þurfi ríkissjóður Íslands að greiða 26,1 milljarð króna í vexti til Breta og Hollendinga. Hvernig telurðu best að ríkissjóður afli þeirra peninga?

Svör skiptust svo milli þeirra kosta sem gefnir voru:

Með skattahækkunum           8,5%

Með niðurskurði                   15,6%

Með lántöku                        20,9%

Veit ekki / Vil ekki svara      55,0%

Svarfjöldi er 885 einstaklingar. Forsendur spurningarinnar eru fengnar úr umsögn fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis 11. janúar 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×