Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2011 22:32 Mynd / Stefán Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira