Skattahækkanir stjórnvalda frá febrúar árið 2009 til febrúar í fyrra höfðu þau áhrif að hækka verðtryggð lán heimila um rúma 18 milljarða kr.
Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar um verðtryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja.
Margrét spurði hve mikið hafa verðtryggð lán íslenskra heimila hækkað á tímabilinu frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2011, í krónum annars vegar og prósentum hins vegar, vegna skattahækkana og annarra aukinna álaga af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs?
Í svarinu segir: „Áhrif skattahækkana á vísitölu neysluverðs eru um 1,50% frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar 2011 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Það þýðir að verðtryggð lán íslenskra heimila hækkuðu sem því nemur að nafnvirði. Í febrúar sl. voru verðtryggð lán heimilanna um 1.220 milljarðar kr. og því nemur hækkunin að nafnvirði um 18,3 milljörðum kr. á tímabilinu. Almenn vörugjöld eru ekki með talin þar sem Hagstofan greinir áhrif þeirra ekki með beinum hætti í vísitölunni."
Margrét vildi einnig fá sambærilegt svar um áhrifin á lán fyrirtækja. Í því svari segir að samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands voru verðtryggð lán fyrirtækja og eignarhaldsfélaga í febrúar 2011 um 205 milljarðar kr. og því nemur hækkunin að nafnvirði um 3 milljörðum kr. á tímabilinu. Almenn vörugjöld eru ekki með talin þar sem Hagstofan greinir þau ekki með beinum hætti í vísitölunni.
Skattar hækkuðu verðtryggð lán heimila um 18 milljarða

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent