Viðskipti innlent

Miklar sveiflur á íbúðamarkaðinum

Miklar sveiflur eru á íbúðamarkaðinum í höfuðborginni eftir vikum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 71. Hinsvegar var fjöldi slíkra samninga 102 í vikunni þar á undan.  Að meðaltali hefur 64 kaupsamningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af samningunum í síðustu viku voru 52 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.830 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,9 milljónir króna.

Þótt samningum fækki hækkar meðalupphæð á samning verulega en hún var 24,9 milljónir kr. í vikunni á undan.

Í síðustu viku var 2 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 41 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 91 milljón króna og meðalupphæð á samning 18,1 milljón króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 102 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,6 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×