Evrópa og lífræn ræktun Eygló Björk Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:15 Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun