Evrópa og lífræn ræktun Eygló Björk Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:15 Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun