Dómstólaleið í Icesavemáli er vandrötuð og áhættusöm Ingvar Gíslason skrifar 23. mars 2011 06:00 9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar