Dómstólaleið í Icesavemáli er vandrötuð og áhættusöm Ingvar Gíslason skrifar 23. mars 2011 06:00 9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
9. apríl nk. er boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallað Icesavemál. Lagt er fyrir kjósendur að staðfesta lög frá Alþingi um skuldagreiðslu ríkissjóðs í máli þessu eða hafna þeim. Valið stendur á milli þess að segja já eða nei. Deilan um málið felst þá m.a. í því, hvort leysa eigi það með samningi eða dómi. Skuldamál þetta er hins vegar þannig til komið, að það hlaut að verða að deilumáli meðal íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt sú skoðun kæmi fram að skera yrði úr því fyrir dómi, hvort ríkissjóði væri skylt að lögum að greiða fyrir skuldir sem ríkissjóðir Breta og Hollendinga kröfðust. Eigi að síður var það sjónarmið skjótt ríkjandi meðal ráðamanna í landinu hvar í flokki sem var, að dómstólaleiðin væri áhættusöm og vandrötuð, þ.e. að samningaleiðin væri farsælli. Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum. Með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafa Íslendingar fórnað fullveldisrétti í ríkum mæli m.a. í dómsmálum. Í Icesavemálinu hefur þjóðin fengið smjörþefinn af því evrópska alríkisdómsvaldi, sem yfir okkur er, með áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Kjósendur ættu að kynna sér þetta bréf og þá áhættu sem þjóðinni stafar af dómstólaréttlæti EES og ESB, ef á það reyndi. Á dómstólaleiðinni væru Íslendingar eins og hvert annað peð í höndum framandi alríkisdómstóla. Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar