DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns Boði Logason skrifar 22. mars 2011 18:37 Frá skrifstofu DV. DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði í dag að blaðinu sé óheimilt að fjalla frekar um félagið en blaðið hefur trúnaðargögn um félagið undir höndum. Jafnframt var blaðinu gert að skila inn trúnaðarupplýsingum inn til sýslumannsins yfir klukkan tólf á morgun. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingafélagið Horn, er dótturfélag Landsbankans og er Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, stjórnarformaður félagsins.Yfirlýsing DV í heild sinni: „Ritstjórar DV fordæma þann úrskurð sýslumannsins í Reykjavík að fjölmiðli sé gert að skila inn gögnum sem liggja til grundvallar fréttum af Horni, dótturfélagi Landsbankans. Sá úrskurður er fráleitur í ljósi þess að hugsanleg gögn gætu vísað á heimildarmenn DV. Umræddum gögnum verður því ekki skilað. Í heild sinni er úrskurðurinn hneyksli. Kröfur um lögbann á umfjöllun fjölmiðla sem fjalla um vinnubrögð bankanna í meðferð yfirtekinna fyrirtækja eru forskastanlegar. Annaðhvort hafa forsvarsmenn Landsbankans ekki heyrt kröfur bæði alþingismanna og almennings um gegnsærri vinnubrögð í bankakerfinu eða þeir kjósa að hundsa þær. Varla voru þetta skilaboðin sem stjórnendur Landsbankans fengu frá almenningi í nýlegri fundaherferð sinni um landið. Að það þurfi minni upplýsingagjöf um hvernig farið sé með fyrirtæki sem bankinn tekur yfir? Promens er fyrirtæki sem stofnað var á Dalvík. Þúsundir hluthafa töpuðu öllu sínu þegar móðurfélag þess varð gjaldþrota. Margir þeirra töldu að Landsbankinn hefði gengið of hart fram í kjölfar nauðasamninga. Þeir töldu að bankinn hefði tekið til sín verðmætar eignir á brunaútsölu og hygðist stórgræða á öllu saman. Það eru því ríkar ástæður til að fylgjast með því hvað verður um þessi fyrirtæki og hverjir eru fengnir til að stjórna þeim. Eðlilegt er að nú sé spurt hvort það sé ný stefna bankamanna að ögra þjóðinni. Fyrst hækkanir ofurlauna og nú þessi lögbannskrafa. Hér er gengið þvert gegn kröfum um innleiðingu nýrra siða í bankakerfinu. Lögbannskrafa Landsbankans varpar enn fremur ljósi á brýna þörf fyrir ákvæði um uppljóstraravernd (whistleblower-protection) í íslensk lög. Lög sem vernda þá sem leka trúnaðargögnum í fjölmiðla til að varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti og ólöglega. Lengi hefur verið rætt um að setja slík lög hér á landi eins og tíðkast í flestum öðrum löndum. Ekki veitir af enda er leyndarhyggja landlægur fjandi og virðist viðskiptalífið gegnsýrt af henni. Hvaða gjörðir eru það sem ekki þola dagsljósið? Nýlegar uppljóstranir í samkeppnismálum sýna enn fremur að forystumönnum viðskiptalífsins er ekki treystandi til að segja satt, jafnvel þó að þeir séu spurðir í fjölmiðlum. Það verður að treysta á getu fjölmiðla til að afla upplýsinga eftir öðrum leiðum og fjölmiðlar sem eiga sífellt yfir sér ógn peningaaflanna og lögfræðinga þeirra geta ekki sinnt þessu hlutverki sínu. Ógnunum viðskiptalífsins í garð fjölmiðla verður að linna. Lögbannskrafa á lánabók Kaupþings fyrst og á fundargerðir Landsbankans nú sýna svo ekki verður um villst að bönkunum er ekki treystandi til að endurhæfa sjálfa sig - hvað sem öllum siðasáttmálum og ímyndarherferðum líður. Skora verður á Landsbankann að draga lögbannskröfu sína gegn DV til baka, ellegar er bankinn í raun að segja sig úr lögum við samfélagið sem hann segist vilja þjóna. DV mun hvergi hvika undan slíkum ógnunum. DV þjónar eingöngu lesendum sínum og áskrifendum. Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði í dag að blaðinu sé óheimilt að fjalla frekar um félagið en blaðið hefur trúnaðargögn um félagið undir höndum. Jafnframt var blaðinu gert að skila inn trúnaðarupplýsingum inn til sýslumannsins yfir klukkan tólf á morgun. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingafélagið Horn, er dótturfélag Landsbankans og er Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, stjórnarformaður félagsins.Yfirlýsing DV í heild sinni: „Ritstjórar DV fordæma þann úrskurð sýslumannsins í Reykjavík að fjölmiðli sé gert að skila inn gögnum sem liggja til grundvallar fréttum af Horni, dótturfélagi Landsbankans. Sá úrskurður er fráleitur í ljósi þess að hugsanleg gögn gætu vísað á heimildarmenn DV. Umræddum gögnum verður því ekki skilað. Í heild sinni er úrskurðurinn hneyksli. Kröfur um lögbann á umfjöllun fjölmiðla sem fjalla um vinnubrögð bankanna í meðferð yfirtekinna fyrirtækja eru forskastanlegar. Annaðhvort hafa forsvarsmenn Landsbankans ekki heyrt kröfur bæði alþingismanna og almennings um gegnsærri vinnubrögð í bankakerfinu eða þeir kjósa að hundsa þær. Varla voru þetta skilaboðin sem stjórnendur Landsbankans fengu frá almenningi í nýlegri fundaherferð sinni um landið. Að það þurfi minni upplýsingagjöf um hvernig farið sé með fyrirtæki sem bankinn tekur yfir? Promens er fyrirtæki sem stofnað var á Dalvík. Þúsundir hluthafa töpuðu öllu sínu þegar móðurfélag þess varð gjaldþrota. Margir þeirra töldu að Landsbankinn hefði gengið of hart fram í kjölfar nauðasamninga. Þeir töldu að bankinn hefði tekið til sín verðmætar eignir á brunaútsölu og hygðist stórgræða á öllu saman. Það eru því ríkar ástæður til að fylgjast með því hvað verður um þessi fyrirtæki og hverjir eru fengnir til að stjórna þeim. Eðlilegt er að nú sé spurt hvort það sé ný stefna bankamanna að ögra þjóðinni. Fyrst hækkanir ofurlauna og nú þessi lögbannskrafa. Hér er gengið þvert gegn kröfum um innleiðingu nýrra siða í bankakerfinu. Lögbannskrafa Landsbankans varpar enn fremur ljósi á brýna þörf fyrir ákvæði um uppljóstraravernd (whistleblower-protection) í íslensk lög. Lög sem vernda þá sem leka trúnaðargögnum í fjölmiðla til að varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti og ólöglega. Lengi hefur verið rætt um að setja slík lög hér á landi eins og tíðkast í flestum öðrum löndum. Ekki veitir af enda er leyndarhyggja landlægur fjandi og virðist viðskiptalífið gegnsýrt af henni. Hvaða gjörðir eru það sem ekki þola dagsljósið? Nýlegar uppljóstranir í samkeppnismálum sýna enn fremur að forystumönnum viðskiptalífsins er ekki treystandi til að segja satt, jafnvel þó að þeir séu spurðir í fjölmiðlum. Það verður að treysta á getu fjölmiðla til að afla upplýsinga eftir öðrum leiðum og fjölmiðlar sem eiga sífellt yfir sér ógn peningaaflanna og lögfræðinga þeirra geta ekki sinnt þessu hlutverki sínu. Ógnunum viðskiptalífsins í garð fjölmiðla verður að linna. Lögbannskrafa á lánabók Kaupþings fyrst og á fundargerðir Landsbankans nú sýna svo ekki verður um villst að bönkunum er ekki treystandi til að endurhæfa sjálfa sig - hvað sem öllum siðasáttmálum og ímyndarherferðum líður. Skora verður á Landsbankann að draga lögbannskröfu sína gegn DV til baka, ellegar er bankinn í raun að segja sig úr lögum við samfélagið sem hann segist vilja þjóna. DV mun hvergi hvika undan slíkum ógnunum. DV þjónar eingöngu lesendum sínum og áskrifendum. Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira