Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr beiðnum um fjárnám

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins bárust Sýslumanninum í Reykjavík samtals 2.100 beiðnir um fjárnám. Þetta er töluvert minni fjöldi en á sama tímabili í fyrra þegar fjárnámsbeiðnir voru um 3.350 talsins.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins. Þar segir að í fyrra  voru 16.495 fjárnámsbeiðnir skráðar hjá embættinu. Nokkuð dró úr þessum beiðnum frá árinu áður en þá voru þær rúmlega 18.200 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×