Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2011 18:40 Jóhann Gunnar Einarsson gefur inn á nafna sinn Reynisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira