Eru fjármálafyrirtækin vísvitandi að hagnast á röngum aðferðum við endurútreikning ólögmætra lána? Gunnlaugur Kristinsson skrifar 30. mars 2011 06:15 Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Endurútreikningar frá fjármálastofnunum vegna ólögmætra erlendra lána streyma nú inn um lúgur landsmanna. Margir hafa gagnrýnt endurútreikningana og bent hefur verið á að afturvirkur vaxtaútreikningur standist hugsanlega ekki lög. Ekki er ætlunin að velta vöngum yfir réttmæti þess heldur einungis skoða þær aðferðir sem lánastofnanir eru að beita og bera saman við aðferðarfræðina sem lögfest var í árslok 2010. Með lögum nr. 151/2010 var lögfest sérregla í 18 gr. laga nr. 38/2001 um þá aðferðarfræði sem beita ætti við endurútreikning lánasamninga sem hefðu að geyma ákvæði um ólögmæta vexti og verðtryggingu. Aðferðin er sú að upphaflegur höfuðstóll skal vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabanka Íslands. Frá höfuðstól og áföllnum vöxtum skal síðan draga frá innborganir miðað við hvern greiðsludag og ráðstafa upp í áfallna vexti og höfuðstól. Skýrt kemur fram í greininni að einungis er heimilt að vaxtareikna upphaflegan höfuðstól. Í athugasemdum með frumvarpi laganna er skýrt tekið fram að ekki sé heimilt að krefjast vanskilavaxta né annarra vanskilaálaga. Ákvæðið er tæmandi um hvaða vaxtaútreikningi megi beita á hin ólögmætu lán. Þannig er ekki heimilt að reikna dráttarvexti, ígildi dráttarvaxta né heldur bæta vöxtum við höfuðstól skv. 12 gr. laganna enda tengist slík aðgerð vanskilum sbr. umfjöllun um þá grein í frumvarpi laga nr. 38/2001. Ákvæðið um endurútreikning ólögmætra lána var ætlað að vera skýrt og skilvirkt. Undirritaður hefur skoðað endurútreikninga SP fjármögnunar, Frjálsa fjárfestingarbankans og Arion banka. Arion banki og Frjálsi beita sömu aðferðarfræðinni en SP fjármögnun annarri. Báðar þessar aðferðir eru í ósamræmi við framangreinda aðferðarfræði laganna og ganga báðar á hagsmuni lántakenda. SP fjármögnun beitir þeirri aðferðarfræði að endurreikna greiðsluflæði lánsins eins og það hefði átt að vera miðað við breytta vexti. Á hverjum gjalddaga er endurreiknaður gjalddagi færður inn á ímyndaðan veltureikning og á móti eru færðar raunverulegar greiðslur á greiðsludegi. Staða hins ímyndaða veltureiknings er síðan vaxtareiknuð við hverja hreyfingu. Ef lántaki greiddi alltaf útsenda greiðsluseðla á gjalddaga og heildarfjárhæð hvers gjalddaga var hærri en endurútreiknaðir vextir leiðir útreikningurinn af sér sömu niðurstöðu og aðferðarfræði laganna. Flestir eiga sögu um að hafa einhvern tíma greitt eftir gjalddaga, svo ekki sé talað um þá sem sömdu við fyrirtækið um frystingu greiðslna. Við þær aðstæður reiknar SP fjármögnun ígildi refsivaxta og vaxtavaxta sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögunum. Hér getur munað tugum ef ekki hundruðum þúsunda til óhagræðis fyrir skuldara. Fjármálastofnanirnar sem veittu íbúðalán virðast flestar ætla að beita annarri aðferðarfræði en fjármögnunarfyrirtækin. Aðferðin gengur út á það að höfuðstóll skuldarinnar er vaxtareiknaður miðað við vexti Seðlabankans. Á sérhverju 12 mánaða tímabili er áföllnum vöxtum bætt við höfuðstól og í framhaldinu eru vextir reiknaðir af samanlögðum áföllnum vöxtum og höfuðstól. Sömu aðferð er beitt á innborganir og mismunurinn sagður vera nýr höfuðstóll. Hafi verið greitt reglubundið meira en sem nemur tæplega endurútreiknuðum vöxtum er aðferðin hagstæðari fyrir lánþega. Slík staða lánþega heyrir því miður til undantekninga og hafi menn samið um frystingar eða greiðslulækkun verður munurinn enn meiri, lánþega í óhag. Eins og áður segir er þessi aðferðarfræði andstæð lögunum og getur jafnvel munað milljónum sem fjármálastofnanirnar eru að ofreikna stöðu einstakra lánasamninga. En hvers vegna eru fjármálafyrirtækin að beita mismunandi aðferðum við endurreikninginn, þrátt fyrir skýra og skilvirka aðferðarfræði laganna? Svarið getur ekki legið í öðru en því að fyrirtækin rói að því öllum árum að finna aðferð sem hentar þeim best til að hámarka eigin lánasöfn. Þetta reyna þau að gera innan ramma laga um vexti og verðtryggingu í heild sinni en ekki út frá þeirri uppgjörsreglu sem sett var sérstaklega gagnvart endurútreikningi hinna ólögmætu lána. Húsnæðislán eru til langs tíma með lága afborgun af höfuðstól en bílasamningar til skamms tíma með háa afborgun af höfuðstól. Því hentar ekki sama aðferðarfræðin til að hámarka útkomuna vegna lána til lengri tíma og lána til skamms tíma. Ef aðferðarfræði bankanna, sem beitt er á húsnæðislánin, er beitt á bílasamninga leiðir það til meiri lækkunar á bílalánunum en þegar hefur verið kynnt. Ekki er hægt að túlka aðferðarfræði fjármálafyrirtækjanna öðruvísi en sem alvarlega tilraun til að hagnast óeðlilega á kostnað lántakenda. Að mati undirritaðs getur verið um milljarða króna að ræða sem fyrirtækin eru að hafa af lánþegum með ólögmætum hætti. Það eitt og sér að fjármálafyrirtækin beita ekki sömu aðferðum við endurútreikninginn ætti að klingja bjöllum hjá eftirlitsaðilum um að ekki sé allt með felldu. Hér er rannsóknar þörf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar