Eyðist sem af er tekið Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 18. mars 2011 06:00 Nú er svo komið að stofnaður hefur verið hér á landi fjöldi fyrirtækja sem vinna vörur úr villtum blómplöntum landsins. Plöntunar eru tíndar á meðan þær eru ferskar og áður en þær ná að mynda fræ. Það er auðvitað jákvætt að nýsköpun sé í gangi og vilji til að framkvæma og setja á stofn ný fyrirtæki sem skapa bæði vinnu og tekjur, en kapp er best með forsjá og fyrst og fremst þarf að gæta þess að sú starfsemi sem t.d. byggir á gróðri landsins, eins og í þessu tilfelli blómplöntunum, skaði ekki umhverfi okkar. Íslensk blómaflóra er fátæk af tegundum og viðkvæm miðuð við nágrannalöndin. Hér hefur búfé valsað óheft um landið í aldaraðir og valdið ómældum skaða á gróðurríkinu okkar svo varla þekkist annað eins. Hér áður fyrr tíndi fólk plöntur sér til heilsubótar og heimilisnota, en í dag er þetta orðinn iðnaður og útflutningsvara. Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð á síðustu árum sem vinna markaðsvöru úr villtu blómpöntunum okkar. Talsmaður eins af þessum fyrirtækjum sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum að það flytti út snyrtivörur til þriggja landa og þyrfti mikið af plöntum í vinnsluna, þau önnuðu ekki lengur tínslunni en réðu fólk til að tína fyrir sig og borguðu því vel fyrir kílóið! Hvar endar þetta? Ég sá í amerísku tímariti í grein um umhverfismál að þeir sem ynnu sína markaðsvöru úr jurtum yrðu að rækta þær sjálfir, óheimilt væri að fara út í villta náttúruna og tína þar plöntur óheft í sína framleiðslu. Fyrir nokkrum árum var ég stödd í Vín og fór þá í stutta ferð upp í Alpana. Þar var auglýst að bannað væri að tína plöntur og stíft eftirlit haft með því, teknar stikkprufur, og lágu sektir við ef upp kæmist. Hvernig er þetta hjá okkur? Engin leyfi þarf til að fá að tína eins mikið og hverjum þóknast af jurtum nema e.t.v. að einhver bóndinn sæi ofsjónum yfir því að verið væri að taka plönturnar frá sauðkindinni því henni þykja blómin best. Við viljum gjarnan eiga blómgróið vistland til að heimsækja í sumarfríunum okkar. Vistlandið okkar, fyrir utan nokkur afgirt svæði, eru niðurnöguð beitilönd, og nú bætist við plöntutínsla þeirra sem vinna úr þeim markaðsvörur. Þarf ekki að hafa einhverja yfirsýn um það hve mikið er tínt af plöntum og hvar og hvaða áhrif það hefur á viðkvæmt gróðurríkið? Nýlega var haldið þing Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands; tilgangurinn var að leiða saman alla þá sem vinna að þróun og markaðssetningu íslenskra snyrtivara og fæðubótarefna og þá aðila sem vinna að rannsóknum og markaðssetningu á þessu sviði. Allir voru á einu máli um að hér væru miklir möguleikar á framleiðslu ýmissa efna úr jurtum. Hvergi var minnst einu orði á landið sem ætti að skaffa öll þessi tonn af jurtum og fá ekkert í staðinn. Er það ekki búið að sýna sig hvernig gróður landsins hörfar stöðugt vegna óheftrar lausabeitar búfjár og rányrkju? Er á það bætandi? Ég skora á Þorstein Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, að ræða þetta mál á næsta þingi í haust og einnig á umhverfisráðuneytið að skoða þetta alvarlega mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að stofnaður hefur verið hér á landi fjöldi fyrirtækja sem vinna vörur úr villtum blómplöntum landsins. Plöntunar eru tíndar á meðan þær eru ferskar og áður en þær ná að mynda fræ. Það er auðvitað jákvætt að nýsköpun sé í gangi og vilji til að framkvæma og setja á stofn ný fyrirtæki sem skapa bæði vinnu og tekjur, en kapp er best með forsjá og fyrst og fremst þarf að gæta þess að sú starfsemi sem t.d. byggir á gróðri landsins, eins og í þessu tilfelli blómplöntunum, skaði ekki umhverfi okkar. Íslensk blómaflóra er fátæk af tegundum og viðkvæm miðuð við nágrannalöndin. Hér hefur búfé valsað óheft um landið í aldaraðir og valdið ómældum skaða á gróðurríkinu okkar svo varla þekkist annað eins. Hér áður fyrr tíndi fólk plöntur sér til heilsubótar og heimilisnota, en í dag er þetta orðinn iðnaður og útflutningsvara. Mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð á síðustu árum sem vinna markaðsvöru úr villtu blómpöntunum okkar. Talsmaður eins af þessum fyrirtækjum sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum að það flytti út snyrtivörur til þriggja landa og þyrfti mikið af plöntum í vinnsluna, þau önnuðu ekki lengur tínslunni en réðu fólk til að tína fyrir sig og borguðu því vel fyrir kílóið! Hvar endar þetta? Ég sá í amerísku tímariti í grein um umhverfismál að þeir sem ynnu sína markaðsvöru úr jurtum yrðu að rækta þær sjálfir, óheimilt væri að fara út í villta náttúruna og tína þar plöntur óheft í sína framleiðslu. Fyrir nokkrum árum var ég stödd í Vín og fór þá í stutta ferð upp í Alpana. Þar var auglýst að bannað væri að tína plöntur og stíft eftirlit haft með því, teknar stikkprufur, og lágu sektir við ef upp kæmist. Hvernig er þetta hjá okkur? Engin leyfi þarf til að fá að tína eins mikið og hverjum þóknast af jurtum nema e.t.v. að einhver bóndinn sæi ofsjónum yfir því að verið væri að taka plönturnar frá sauðkindinni því henni þykja blómin best. Við viljum gjarnan eiga blómgróið vistland til að heimsækja í sumarfríunum okkar. Vistlandið okkar, fyrir utan nokkur afgirt svæði, eru niðurnöguð beitilönd, og nú bætist við plöntutínsla þeirra sem vinna úr þeim markaðsvörur. Þarf ekki að hafa einhverja yfirsýn um það hve mikið er tínt af plöntum og hvar og hvaða áhrif það hefur á viðkvæmt gróðurríkið? Nýlega var haldið þing Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands; tilgangurinn var að leiða saman alla þá sem vinna að þróun og markaðssetningu íslenskra snyrtivara og fæðubótarefna og þá aðila sem vinna að rannsóknum og markaðssetningu á þessu sviði. Allir voru á einu máli um að hér væru miklir möguleikar á framleiðslu ýmissa efna úr jurtum. Hvergi var minnst einu orði á landið sem ætti að skaffa öll þessi tonn af jurtum og fá ekkert í staðinn. Er það ekki búið að sýna sig hvernig gróður landsins hörfar stöðugt vegna óheftrar lausabeitar búfjár og rányrkju? Er á það bætandi? Ég skora á Þorstein Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, að ræða þetta mál á næsta þingi í haust og einnig á umhverfisráðuneytið að skoða þetta alvarlega mál.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar