Opið bréf til borgarstjóra Agnar Már Jónsson skrifar 19. mars 2011 06:15 Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ágæti borgarstjóri, Mig langar með bréfi þessu að miðla til þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðrar breytingar á rekstri leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi, meðal annars hjá einu af stærstu fyrirtækjum heims, IBM, þá var ég framkvæmdastjóri hjá Símanum og Samskipum, forstjóri hjá Opnum kerfum og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki. Sem stjórnandi hef ég unnið að mörgum sameiningarverkefnum þar sem stórar deildir og svið eru sameinuð sem og heilu fyrirtækin. Sum sameiningarverkefnin voru unnin með öllum hagsmunaraðilum, eigendum, starfsmönnum og stjórnendum frá byrjun. Önnur sameiningarverkefni voru unnin og kláruð af yfirstjórn, sett í framkvæmd í framhaldinu og reynt að fá alla til liðs við framkvæmd breytinganna. Margar af þessum sameiningum tókust vel á meðan markmið annarra náðust ekki fram. Sem betur fer lærðist það fljótt að þær sameiningar sem ekki voru unnar frá upphafi með öllum hagsmunaraðilum voru dæmdar til að mistakast. Það er því lykilatriði að hafa alla hagsmunaraðila með frá byrjun, þá og því aðeins eru líkur á því að markmið sameiningar náist. Nú nýverið skilaði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar af sér skýrslu um tækifæri til samrekstrar- og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundarheimila. Sú skýrsla er nú kynnt sem aðgerð til hagræðingar í kjölfar bankahruns. Í skýrslunni kemur fram að haft hafi verið samband við fulltrúa foreldra með það að markmiði að upplýsa um störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð við tillögum og hugmyndir um aðgerðir auk þess sem opnuð var ábendingargátt á Internetinu. Tekið er fram í skýrslunni að foreldrar og starfsfólk hafi varað við sameiningum og þá segir í skýrslunni að umræðupunktar rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshópsins við að kalla til hagsmunaraðila hefur mistekist, annars vegar vegna þess að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki þessa viðleitni sem samstarf, umræður og fundir undanfarna daga eru til sönnunar um það. Hins vegar virðist við lestur skýrslunnar að ekki hafi verið tekið mark á tillögum og viðbrögðum foreldranna. Í ljósi ofangreinds fullyrði ég það að fyrirhugaðar sameiningar munu ekki skila tilætluðum árangri. Reiði foreldra og starfsmanna mun koma niður á fyrirhugðuðu sameiningarferli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum og sér í lagi þar sem við erum að höndla með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar. Þessar tillögur eru nú settar fram sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar bankahruns. Töluglöggur einstaklingur er ekki lengi að sjá það að fyrirhugaðar sameiningar og breytingar á deildum grunn- og leikskóla er ekki settar fram með sparnað í huga. Þær 169 milljónir sem þær eiga að skila á ári jafngildir eingöngu 0,30% af heildarrekstri Reykjavíkurborgar (A hluta) og 0,65% af rekstri mennta- og leikskólasviði borgarinnar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr og munu éta þennan meinta sparnað upp og meira til. Þess vegna er það rangt að tengja þessar breytingar við hagræðingu vegna bankahrunsins. Ef einhverrn langar til að tengja þetta verkefni við banka, þá ætti að tengja það við vaxtastig því þessi meinti sparnaður jafngildir eingöngu 0,07% breytingu á vaxtakjörum borgarinnar (A og B hluta). Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég eindregið með að hætt verði við fyrirhugaðar sameiningar. Besti flokkurinn lofaði okkur því að hann myndi koma með nýjar nálganir, skemmtilegar nálganir. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með því að vinna með aðstæður og virkja þau öfl í umhverfinu sem hafa skilning, metnað, vilja og getu til að gera góða hluti. Ég vona að þín upplifun af fundum með foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla í Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar eru foreldrar og starfsfólk sem skilur þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur metnað fyrir öflugu skólastarfi og hefur fullt af hugmyndum um það hvernig hægt er að ná fram sparnaði án þess að tefla í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa hverjum skóla tækifæri til að vinna að hugmyndum með foreldrum og jafnvel nemendum þá er ég fullviss um að þannig vinnubrögð myndu skila mun meira en þeim 169 milljónum króna sparnaði á ári sem að er stefnt með sameiningum og breytingum á deildum skólanna. Með bestu kveðjum,
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar