Kynleg kynjuð fjárlagagerð Þórveig Þormóðsdóttir skrifar 1. mars 2011 09:25 Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í samstarfsyfirlýsingu sinni 2009 lagði ríkisstjórn Íslands mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. Meðal þess sem átti að hafa áhrif á útgjaldaramma fjárlaga var verndun starfa og kynjajafnrétti. Einnig átti að hafa kynjaða hagstjórn að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórnun. Fjárlögin frá efnahagshruni hafa verið fjárlög niðurskurðar. Snemma varð ljóst að sú atvinnustefna sem boðuð var myndi koma harðar niður á konum en körlum. Í júní 2009 sendi jafnréttisnefnd BSRB frá sér ályktun þar sem nefndin hafnaði atvinnustefnu á kostnað kvenna. Ályktunin fól í sér varnaðarorð og tilmæli til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Ástæðan fyrir ályktuninni var sú að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og samdráttur þar bitnar því harkalega á kvennastéttum. Í ályktuninni segir enn fremur að mikilvægt sé að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin mætti hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Sú hefur því miður orðið raunin. Svar velferðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi í síðastliðinni viku um fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum sýnir að þörf er á frekari áminningu um þetta efni. Því miður er raunin sú að þegar höggvið er að rótum velferðarkerfisins bitnar það á störfum kvenna. Í svari ráðherra kom fram að 92 konur muni missa störf sín alfarið vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011 og 15 karlar. Þá muni 75,6 stöðugildi kvenna sæta skerðingu á starfshlutfalli á móti 11,1 stöðugildi karla. Niðurskurður í velferðarkerfinu gengur því þvert gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Uppsagnir af þessu tagi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og verður að efast um heildarsparnað fyrir ríkissjóð, enda ljóst að þessar konur fara úr atvinnu hjá ríkinu yfir í að fá atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Velferðarkerfið naut ekki góðs af góðærinu, það bólgnaði ekki út. Það er því ljóst að þar er ekki af miklu að taka til niðurskurðar. Þörfin fyrir gott velferðarkerfi hefur heldur aldrei verið meiri. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk njóti velferðarkerfisins óháð efnahag og aðstæðum, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Að grípa til uppsagna þar, með tilheyrandi lokunum, gengur því þvert á markmið ríkisstjórnar um samþættingu jafnréttissjónarmiða við almenna fjárlagagerð. Þar er frekar kynleg hagstjórn og fjárlagagerð á ferð.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun