Viðskipti innlent

Reykjanesbær semur um rafbílavæðingu

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri Even hf. við undirritun samningsins
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri Even hf. við undirritun samningsins
Reykjanesbær hefur samið við Even hf. um að taka þátt í Þjóðarátakinu um rafbílavæðingu Íslands.

Í tilkynningu segir að samningurinn sé til fimm ára líkt og aðrir samningar sem Þjóðarátakið gerir við þátttakendur og þau atriði sem samningurinn fjallar um eru:

Að Reykjanesbær taki virkan þátt í uppbyggingu hleðslukerfis Even fyrir rafbíla með því að kosta til og setja upp orkupósta við höfuðstöðvar sínar og útibú. Orkupóstarnir eru ætlaðir til notkunar fyrir viðskiptavini, starfsmenn og fyrir eigin rafbíla sveitarfélagsins.

Fjöldi slíkra orkupósta fer eftir umfangi starfseminnar, en sérstök uppsetningaráætlun verður unnin í samráði við sérfræðinga Even. Þegar slíkir orkupóstar hafa verið uppsettir og tengdir eru þeir eign Even sem sér alfarið um rekstur og viðhald þeirra.

Reykjanesbær skipti út bílaflota sínum fyrir rafbíla að því marki sem mögulegt er, þannig að eðlilegum áætlunum um endurnýjun verði fylgt og ekki verði um íþyngjandi aðgerðir að ræða.

Áætlun um bílaskipti á 5 árum verður útbúin í samráði við Even.

Reykjanesbær fái fyrirtæki og stofnanir með í þjóðarátakið til að flýta fyrir rafbílavæðingu í sveitarfélaginu.

Reykjanesbær fræði starfsfólk sitt um mikilvægi þess að nýta innlenda orkugjafa og kosti rafbíla.

Í tilkynningunni segir að Reykjanesbær hyggst vera í forystu bæjarfélaga til að stuðla að notkun vistvænnar orku í samgöngum.

Markmiðið er að innan fimm ára verði öll samgöngutæki sem bærinn nýtir, svo sem almenningsvagnar og þjónustubílar, knúnir vistvænum orkugjöfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×