Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull 1. mars 2011 16:41 Sebastian Vettel og Red Bull hafa verið við æfingar á nýjum keppnisbíl liðsins á Spáni og munu æfa á brautinni í Katalóníu í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer. Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira