Viðskipti innlent

Segir Landsbankann ekki hafa verið með veð í íbúðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, stjórnarformaður og aðaleigandi 365 miðla, segist hafa gert upp allar sínar skuldir við Landsbankann með samkomulagi um eignir og peningagreiðslur. Íbúð í New York sem skilanefnd Landsbankans hefur nú eignast sé hluti af því uppgjöri.

Í fréttum í dag hefur komið fram að Landsbankinn hafi leyst til sín íbúð sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafi átt í Gramercy Park í New York vegna lána með veði í íbúðinni sem ekki hafi verið staðið skil á. Í yfirlýsingu frá Ingibjörgu segir hún að Landsbanki Íslands hafi ekki verið með veð í nefndri íbúð sem sé partur af uppgjörinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×