Virðum grundvallarreglur Ögmundur Jónasson skrifar 3. mars 2011 09:30 Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið og hvetur mig til að endurhugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosninguna ógilda en ekki á traustum forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétturinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mistök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lögmæti kosningarinnar. Þessar forsendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstiréttur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við pólitíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrárkreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem forseti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðaratkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreginn fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarðanatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera tilraun til að bæta stjórnskipanina - stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugsað málið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar