Viðskipti innlent

Bjarni skorar á Jóhönnu að beita sér fyrir því að lækka eldsneytisverð

Formaður Sjálfstæðisflokksins skorar á forsætisráðherra að beita sér fyrir lækkun gjalda á eldsneyti með sama hætti og hún gerði árið 2006. Forsætisráðherra segir ekki hægt að bera saman stöðu ríkissjóðs þá og nú.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði upp á Alþingi í morgun að Jóhanna Sigurðardóttir hefði árið 2006 þegar menn óttuðust að verð á bensínlítranum færi í 150 krónur, hvatt stjórnvöld til að lækka tímabundið álögur á eldsneyti til að koma í veg fyrir verðlagsáhrif. Nú væri eldsneytisverð sextíu til sjötíu krónum hærra á lítrann.

Forsætisráðherra sagði ekki hægt að bera saman stöðu ríkissjóðs nú og árið 2006. Þá hafi ríkissjóður verið rekinn með miklum afgangi og skattlagning hafi verið í hámarki í landinu sem hlutfall af landsframleiðslu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins lýsti áhyggjum af áhrifum hækkunar eldsneytisverðs á skuldir heimilanna. Verðtryggðar skuldir þeirra hefðu hækkað um sex milljarða undanfarnar tvær vikur vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×