Viðskipti innlent

Reyna að mæta kröfum Orkustofnunar

Reykjanesvirkjun
Reykjanesvirkjun
HS Orka hefur sent Orkustofnun tillögur um hvernig kröfum jarðhitasérfræðinga hennar verður mætt svo unnt sé að stækka Reykjanesvirkjun án þess að orkuforðanum sé ógnað.

Bygging álversins í Helguvík er í sjálfheldu, meðal annars vegna þessa máls, þar sem útvega á raforku í fyrsta áfanga álversins með stækkun Reykjanesvirkjunar.

Sérfræðingar Orkustofnunar og HS Orku deila um hve mikilli vinnslu jarðhitasvæðið á Reykjanesi standi undir og í drögum að virkjunarleyfi, sem Orkustofnun sendi fyrir jól, eru sett skilyrði sem ráðamenn HS Orku sætta sig ekki við.

HS Orka sendi Orkustofnun í fyrradag tillögur um hvernig fyrirtækið geti mætt kröfum Orkustofnunar og segir Júlíus Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, að í þeim sé reynt að koma til móts við þeirra sjónarmið og brúa bil beggja.

Lárus Ólafsson, yfirlögfræðingur Orkustofnunar, segir að farið verði yfir erindi HS Orku í dag og á morgun. Jarðhitasérfræðingar muni skoða hvort þetta séu raunhæfar tillögur og vonast Lárus til að HS Orku verði svarað fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×