Kostaðar rannsóknir Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2011 10:10 Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar