Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri með erindi á ráðstefnu AGS

Már Guðmundsson seðlabankastjóri verður með erindi í umræðum um alþjóðlegt peningakerfi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um efnahags- og hagvaxtarstefnu eftir hrunið.  Á ensku ber ráðstefnan heitið Macro and Growth Policies: A Post-Crisis Conversation.

Greint er frá þessu á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að ráðstefnan sé send út beint á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en hún hefst í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Meðal þekktra hagfræðinga sem eru í fyrirsvari á ráðstefnunni eru Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz og Olivier Blanchard yfirmaður rannsókna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Á morgun kl. 16:00 að íslenskum tíma hefst ráðstefnuhluti um hið alþjóðlega peningakerfi og verður Már Guðmundsson seðlabankastjóri þar með erindi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×