Viðskipti innlent

FME hefur blessað eignarhald NBI á Rose Invest

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Rose Invest hf., sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða, verður talið dótturfyrirtæki þess samber lög um fjármálafyrirtæki.

Þetta kemur fram á vefsíðu FME. NBI keypt 51% hlutafjár í Rose Invest hf. sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða í eigu Sigurðar B. Stefánssonar og Svandísar Rúnar Ríkarðsdóttur í desember s.l.

Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnana og niðurstöður áreiðanleikakönnunar.

Í tilkynningu sagði að starfsleyfi Rose Invest taki til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu og fjárfestingarráðgjöf. Rose Invest hf. starfrækir verðbréfasjóðinn River Rose og fagfjárfestasjóðinn Purple Rose.

Sjóðir Rose Invest verða reknir áfram á sama hátt og verið hefur og Rose Invest verður rekið sem sjálfstætt og óháð félag í eigu NBI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×