Viðskipti innlent

Steinþór var ekki boðaður á fund viðskiptanefndar

Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu um að Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans hafi ekki verið boðaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Tilkynningin hljóðar svo: „Vegna frétta af fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun 8. mars, þar sem ræða átti afkomu viðskiptabankanna og laun bankastjóra þeirra, er rétt að fram komi að Landsbankinn var ekki boðaður á þann fund, enda verður ársreikningur bankans ekki birtur fyrr en í lok mars.

Ekki er því um það að ræða að bankastjóri Landsbankans hafi látið hjá líða að mæta til fundar við alþingismenn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×