Hætt við mótshald í Barein 13. mars 21. febrúar 2011 16:18 Mótsvæðið í Barein. Mynd: Getty Images Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars. Átök á milli mótmælenda og starfsmanna yfirvalda upp á síðkastið eru ástæða fyrir því að mótið hefur verið flautað af 13. mars, en dauðsföll og meiðsli hafa litið dagsins ljós í átökunum. Ecclestone lagði það i hendur Al Khalifa að ákveða hvort mótshald yrði í Barein eður ei og haft er eftir Al Khalifa á autosport.com að nauðsynlegt sé fyrir land sitt að leggja áherslu á þjóðarhag og vinna úr hinum sorglegu atburðum sem upp hafa komið í Barein. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort móið í Barein verður haldið síðar á árinu. Mótshaldið í Formúlu 1 hefst i ljósi þessarar tilkynningar tveimur vikum síðar en til stóð og verður ekið á götum Melbourne í Ástralíu. Til stóð að Formúlu 1 lið yrðu við æfingar í Barein dagana 3.-6. mars og úr því verður ekki heldur vegna ástandsins í Barein, eins og gefur að skilja Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars. Átök á milli mótmælenda og starfsmanna yfirvalda upp á síðkastið eru ástæða fyrir því að mótið hefur verið flautað af 13. mars, en dauðsföll og meiðsli hafa litið dagsins ljós í átökunum. Ecclestone lagði það i hendur Al Khalifa að ákveða hvort mótshald yrði í Barein eður ei og haft er eftir Al Khalifa á autosport.com að nauðsynlegt sé fyrir land sitt að leggja áherslu á þjóðarhag og vinna úr hinum sorglegu atburðum sem upp hafa komið í Barein. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort móið í Barein verður haldið síðar á árinu. Mótshaldið í Formúlu 1 hefst i ljósi þessarar tilkynningar tveimur vikum síðar en til stóð og verður ekið á götum Melbourne í Ástralíu. Til stóð að Formúlu 1 lið yrðu við æfingar í Barein dagana 3.-6. mars og úr því verður ekki heldur vegna ástandsins í Barein, eins og gefur að skilja
Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira