Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 15:45 Fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Getty/Jakub Porzycki Formúlu 1 kappinn Max Verstappen er ekkert að fara neitt. Hann hefur nú staðfest að hann keyri áfram fyrir Red Bull árið 2026. Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hollenski heimsmeistarinn staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „Ég held að það sé kominn tími á það að stoppa þessar sögusagnir. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum að ég verði áfram hjá Red Bull,“ sagði Max Verstappen. Lengi hafa menn í formúlu 1 heiminum velt því fyrir sér hvort Verstappen sé á förum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Mercedes liðið. Verstappen er enn bara 27 ára gamall en hann hefur verið heimsmeistari í formúlu 1 undanfarin fjögur ár. Útlitið er þó ekki bjart í ár en hann er bara í þriðja sætinu eftir þrettán keppnir. Slakt gengi í ár hefur auðvitað mikið að segja með allar þessar kviksögur. Christian Horner, yfirmaður hans hjá Red Bull, var rekinn á dögunum og það gerði ekkert annað en að auka slúðrið um framtíð Hollendingsins. Verstappen er með samning við Red Bull til ársins 2028 þannig að þetta var aldrei spurning um samninginn heldur miklu frekar að hann og liðið hefði komið sér saman um starfslok eins og var í tilfelli Horner. Verstappen hefur nú stigið fram og fullvissað alla að hann keyrir áfram fyrir Red Bull. Max Verstappen confirms he's staying at Red Bull next season 👀#F1 #HungarianGP pic.twitter.com/6ToNBPw4Tq— Formula 1 (@F1) July 31, 2025
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira