Innlent

Ísland í ESB: 28% segja aðild af hinu góða - 34% á móti

28% Íslendinga eru á því að innganga í Evrópusambandið yrði til góðs. 30% segja að innganga yrði hvorki góð né slæm og 34% segja að aðild yrði slæm fyrir landið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir sendinefnd ESB hér á landi í nóvember síðastliðinn.

Viðhorf Íslendinga til aðildar virðast heldur orðin jákvæðari en í sambærilegri könnun sem gerð var í maí 2010 sögðust 19% á því að aðild væri af hinu góða, 32% sögðu hvorki né og þá voru 45% á því að aðild væri slæm fyrir Ísland.

Í könnuninni kemur fram að fólk á aldrinum 40-54 ára sé jákvæðast gagnvart ESB aðild en í þeim hópi telja 35% aðild af hinu góða á móti 22-28% í öðrum hópum.

Fólk á landsbyggðinni er neikvæðara í garð aðildar og fólk sem skilgreinir sig á vinstri væng stjórnmálanna er almennt jákvæðara til aðildar en hægri menn.

Í könnuninni var einnig spurt hvort Evrópusambandsaðild yrði Íslandi til hagsbóta og svöruðu 38% því játandi og 48% sögðu að aðild yrði ekki til hagsbóta. 14% voru óráðin. Í maí árið 2010 töldu 29% aðild til hagsbóta, 58% voru því ósammála og 13% voru óákveðin.

Þegar litið er á hópinn sem þátt tók í könnuninni kemur fram að þeir sem hafa lengri skólagöngu að baki eða eru enn í skóla virðast telja að ESB aðild Íslands sé þjóðinni til hagsbóta á meðan þeir sem hafa lokið styttri skólagöngu eru meira efins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.