Viðskipti innlent

Arion hefur endurreiknað 98% lána

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arion banki hefur endurreiknað 98% erlendra íbúðalána bankans til einstaklinga. Niðurstaða endurútreikningsins er birt viðskiptavinum í Netbanka Arion og verða síðustu lánin birt næstkomandi laugardag.

Í fréttatilkynningu frá Arion banka segir að í  þeim undantekningartilfellum þar sem endurútreikningi er ekki lokið sé um að ræða óvenju flókin mál sem þarfnist sérmeðferðar. Það séu aðeins nokkrir tugir mála og muni endurútreikningi þeirra ljúka á allra næstu dögum. Þau verða birt viðskiptavinum strax á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×