Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2011 12:23 Ólafur Ólafsson krefur þrotabú Kaupþings um 115 milljarða króna vegna átta daga gamals samnings sem gerður var í miðju bankahruni. „Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira