Viðskipti innlent

Setja á fót upplýsingaveitu um jarðhitamarkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki og DataMarket hafa í samvinnu þróað og hannað upplýsingaveitu um alþjóðlegan jarðhitamarkað. Upplýsingarnar birtast á jarðhitamælaborði á vefsíðu Íslandsbanka. Þar er hægt að fylgjast með jarðhitamarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland.

Á mælaborðinu má meðal annars finna upplýsingar um framleiðslugetu rafmagns úr jarðhita og áætlaða framleiðslugetu jarðhita eftir löndum. Þá er einnig hægt að sjá samanburð jarðhita við aðrar endurnýjanlegar orkuauðlindir. Olíuverð og hlutabréfaverð jarðhitafyrirtækja víðs vegar um heiminn eru uppfærð daglega. Jarðhitamælaborðið er unnið í samvinnu við gagnatorgið DataMarket sem rekur markaðssvæði fyrir tölfræði- og töluleg gögn .  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×