Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuðurinn jákvæður um 44 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu 308,2 milljarðar á árinu 2010 en innflutningur á þjónustu 264,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2010 var því jákvæður um 44,0 milljarða.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 68,0 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 66,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 1,7 milljarða króna kr.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður bæði í útflutningi og innflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 8,0 milljarðar kr. en afgangur vegna annarrar þjónustu reyndist vera um 0,5 milljarðar kr. Aftur á móti var halli á ferðaþjónustu um 6,8 milljarða.

Samgöngur skiluðu 58,9 milljarða kr. afgangi á árinu 2010 samkvæmt bráðabirgðatölum og ferðaþjónusta 2,1 milljarðs kr. afgangi. Á móti kom að halli var á annarri þjónustu um 17,0 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×