Viðskipti innlent

Töluvert dró úr hagnaði SS á milli ára

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands (SS) í fyrra var 186 milljónir kr. Árið áður var hagnaðurinn 412 milljónir kr. hagnaður. Eigið fé er 1.547 milljónir kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 28%.

Þetta kemur fram í tilkynningu um ársuppgjör félagsins. Þar segir að rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 7,6 milljarðar kr. árið 2010, en voru 7,1 milljarður kr. árið áður og hækka því um 7%. Aðrar tekjur voru 35 milljónir kr. eins og árið áður.

Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2010 voru 5,6 milljarðar kr. og eiginfjárhlutfall 28% en 23% árið áður.  Veltufjárhlutfall var 1,3 árið 2010 eins og árið áður.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2010 var hvorki greiddur arður af B-deild stofnsjóðs né reiknaðir vextir á A-deild stofnsjóðs.

Í tilkynningunni segir að rekstrarskilyrði eru tekin að batna með minni verðbólgu, styrkingu krónu og lægra vaxtastigi sem hafði jákvæð áhrif á fjármagnsliði á árinu 2010. Kaupmáttur heimila er nú tekinn að vaxa að nýju eftir mikinn samdrátt sem á að leiða til bættra skilyrða.

Sláturfélagið hefur komist að samkomulagi við viðskiptabanka sinn að hefja viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu og er áætlað að henni sé lokið fyrir 30. júní 2011. Viðræðurnar felast m.a. í því að lán félagsins verði endurfjármögnuð og afborganir þeirra verði betur aðlagaðar að greiðslugetu félagsins til lengri tíma með jafnari afborgunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×