FME gagnrýnir Sameinaða lífeyrissjóðinn, krefst úrbóta 28. febrúar 2011 13:51 Fjármálaeftirlitið (FME) gagnrýnir rekstur Sameinaða lífeyrissjóðsins og gerir fjölmargar athugasemdir við það hvernig málum er háttað hjá sjóðnum þar á meðal fjárfestingar hans. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa frest fram til aprílloka að koma lagi á hlutina hjá sér. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að framkvæmd var athugun á fjárfestingum Sameinaða lífeyrissjóðsins með heimsókn og gagnaöflun dagana 10.-12. nóvember 2010 með vísan til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið óskar eftir því við stjórn lífeyrissjóðsins að hún feli innri eftirlitsaðila að gera sérstaka grein fyrir því hvort gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana vegna ábendinga og athugasemda sem fram koma hjá FME. Greinagerð innra eftirlits skal send Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 30. apríl 2011. Fjármálaeftirlitið átti gott samstarf við forsvarsmenn sjóðsins meðan á vettvangsathuguninni stóð og hefur nú þegar verið brugðist við flestum athugasemdum og ábendingum Fjármálaeftirlitsins. Helstu athugasemdir sem Fjármálaeftirlitið gerði við starfsemi sjóðsins voru m.a.: Gerðar voru athugasemdir við fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2010 þar sem hún uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignasparnaðar. Fjármálaeftirlitið taldi að hvorki væru til staðar fullnægjandi reglur og verkferlar um fjárfestingar sjóðsins né fullnægjandi reglur er lytu að fjárfestingaákvörðunum. Einnig kom fram við athugun eftirlitsins að ekki væru til skýrar reglur um upplýsingagjöf til stjórnar. Ekki hefur farið fram skráning á viðskiptum starfsmanna og stjórnarmanna með fjármálagerninga. Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar hafa því ekki fylgst reglulega með upplýsingum um verðbréfaviðskipti starfsmanna. Ekki voru til skýrar verklagsreglur fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins að vinna eftir né reglur fyrir forstöðumann eignastýringar. Gerð var athugasemd við að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði fjárfest í óskráðum íslenskum félögum með forkaupsrétti sem er óheimilt samkvæmt lögum og framtaksfjárfestingum. Gerð var krafa um að sjóðurinn stöðvaði þegar í stað allar frekari fjárfestingar í slíkum félögum og sjóðum sem uppfylla ekki fyrrgreind lagaskilyrði. Fjárfestingar í tveimur framtakssjóðum voru ranglega flokkaðar sem skráðir fjármálagerningar. Fjármálaeftirlitið taldi að fjárfesting í Eignarhaldsfélagi Sameinaða lífeyrissjóðsins fullnægði ekki að öllu leyti skilyrðum fyrir fjárfestingu í félagi sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir sjóðinn. Ekki hefur farið fram endurmat á verðmæti eigna sjóðsins í tveimur fagfjárfestasjóðum. Samningar sjóðsins um viðbótarlífeyrissparnað hafa ekki verið uppfærðir til samræmis við breytingar á lögum um lífeyrissparnað. Samningar, og reglur um viðbótarlífeyrissparnað hafa ekki verið sendir til samþykktar til fjármálaráðuneytisins samkvæmt lögum. Fjármálaeftirlitið mun birta gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni eftir að innri endurskoðandi sjóðsins hefur sent skýrslu yfir þær úrbætur sem sjóðurinn hefur framkvæmt. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) gagnrýnir rekstur Sameinaða lífeyrissjóðsins og gerir fjölmargar athugasemdir við það hvernig málum er háttað hjá sjóðnum þar á meðal fjárfestingar hans. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafa frest fram til aprílloka að koma lagi á hlutina hjá sér. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að framkvæmd var athugun á fjárfestingum Sameinaða lífeyrissjóðsins með heimsókn og gagnaöflun dagana 10.-12. nóvember 2010 með vísan til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið óskar eftir því við stjórn lífeyrissjóðsins að hún feli innri eftirlitsaðila að gera sérstaka grein fyrir því hvort gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana vegna ábendinga og athugasemda sem fram koma hjá FME. Greinagerð innra eftirlits skal send Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 30. apríl 2011. Fjármálaeftirlitið átti gott samstarf við forsvarsmenn sjóðsins meðan á vettvangsathuguninni stóð og hefur nú þegar verið brugðist við flestum athugasemdum og ábendingum Fjármálaeftirlitsins. Helstu athugasemdir sem Fjármálaeftirlitið gerði við starfsemi sjóðsins voru m.a.: Gerðar voru athugasemdir við fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrir árið 2010 þar sem hún uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignasparnaðar. Fjármálaeftirlitið taldi að hvorki væru til staðar fullnægjandi reglur og verkferlar um fjárfestingar sjóðsins né fullnægjandi reglur er lytu að fjárfestingaákvörðunum. Einnig kom fram við athugun eftirlitsins að ekki væru til skýrar reglur um upplýsingagjöf til stjórnar. Ekki hefur farið fram skráning á viðskiptum starfsmanna og stjórnarmanna með fjármálagerninga. Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar hafa því ekki fylgst reglulega með upplýsingum um verðbréfaviðskipti starfsmanna. Ekki voru til skýrar verklagsreglur fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins að vinna eftir né reglur fyrir forstöðumann eignastýringar. Gerð var athugasemd við að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði fjárfest í óskráðum íslenskum félögum með forkaupsrétti sem er óheimilt samkvæmt lögum og framtaksfjárfestingum. Gerð var krafa um að sjóðurinn stöðvaði þegar í stað allar frekari fjárfestingar í slíkum félögum og sjóðum sem uppfylla ekki fyrrgreind lagaskilyrði. Fjárfestingar í tveimur framtakssjóðum voru ranglega flokkaðar sem skráðir fjármálagerningar. Fjármálaeftirlitið taldi að fjárfesting í Eignarhaldsfélagi Sameinaða lífeyrissjóðsins fullnægði ekki að öllu leyti skilyrðum fyrir fjárfestingu í félagi sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir sjóðinn. Ekki hefur farið fram endurmat á verðmæti eigna sjóðsins í tveimur fagfjárfestasjóðum. Samningar sjóðsins um viðbótarlífeyrissparnað hafa ekki verið uppfærðir til samræmis við breytingar á lögum um lífeyrissparnað. Samningar, og reglur um viðbótarlífeyrissparnað hafa ekki verið sendir til samþykktar til fjármálaráðuneytisins samkvæmt lögum. Fjármálaeftirlitið mun birta gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni eftir að innri endurskoðandi sjóðsins hefur sent skýrslu yfir þær úrbætur sem sjóðurinn hefur framkvæmt.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira