Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður afskrifar 33 milljarða á fjórða ársfjórðungi

Afskriftarþörf Íbúðalánasjóðs á fjórða ársfjórðungi síðasta árs reyndist mun meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjóðurinn þarf að afskrifa 33,4 milljarða króna á tímabilinu og munar þar mest um aðild sjóðsins að samkomulagi lánveitenda á íbúðalánamarkaði. Afskriftir vegna þess samkomulags nema 21,8 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu afskriftir aðeins 3,2 milljörðum.

„Í fjáraukalögum 2010 var samþykkt heimild til 33 milljarða framlags úr ríkissjóði til Íbúðalánasjóðs," segir í tilkynningu frá sjóðnum. „Meðal annars vegna fyrirhugaðra afskrifta einstaklinga og til styrkingar eiginfjárhlutfalli sjóðsins. Fyrrgreind afskriftarþörf og 33 milljarða eiginfjárframlag ríkissjóðs, sem hvorttveggja færist í ársreikning 2010, munu hafa óveruleg áhrif á eiginfjárhlutfall sjóðsins í árslok 2010," segir ennfremur.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×