Viðskipti innlent

Forstjóri RARIK kjörinn formaður Samorku

Á aðalfundi Samorku í dag var Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, kjörinn formaður samtakanna. Tryggvi tekur við af Franz Árnasyni, forstjóra Norðurorku, sem gegnt hefur formennsku í Samorku undanfarin fjögur ár.

Þá var Bjarni Bjarnason, sem senn tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr í stjórnina. Bjarni tekur sæti Hjörleifs B. Kvaran sem sagði sig úr stjórn Samorku í kjölfar starfsloka hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ágúst sl.

Í tilkynningu segir að stjórn Samorku verður að öðru leyti óbreytt, en hana skipa því næsta árið:

Tryggvi Þór Haraldsson, RARIK, formaður, Bjarni Bjarnason, Orkuveitu Reykjavíkur, Franz Árnason, Norðurorku, Hörður Arnarson, Landsvirkjun, Júlíus Jónsson, HS Orku, Páll Pálsson, Skagafjarðarveitum og Þórður Guðmundsson, Landsneti.

Varamenn eru Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Guðmundur Davíðsson, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Kristján Haraldsson, Orkubúi Vestfjarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×