Keypti Domino's fyrir minna en helming af því sem hann seldi það á Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2011 12:00 Birgir Þór Bieltvedt. Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. Magnús Kristinsson, fjárfestir og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, skildi eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi Dominos, Pizza-Pizza ehf. miðað við stöðu félagsins samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2009. Landsbankinn tók síðan félagið yfir vegna erfiðrar skuldastöðu. Í gær var gengið frá sölu á félaginu til Birgis Þórs Bieltvedt en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna. Kaupverð með skuldum er því 560 milljónir. Birgir Þór stofnaði móðurfélag Domino's á Íslandi árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005, er félagið var selt. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 var 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðshlutdeild hér á landi. Birgir Þór er því að kaupa fyrirtækið núna, sex árum síðar, fyrir minna en helminginn af því sem það var verðlagt á þegar hann seldi það. Birgir Þór sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði selt fyrirtækið með hagnaði árið 2005 og sagði að fjárhæðin 1100 milljónir króna væri nærri lagi sem söluverð, þó hann myndi ekki töluna nákvæmlega. Var hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það Domino's rekur mun fleiri verslanir nú en þegar Birgir Þór seldi félagið á sínum tíma. Samkvæmt ársreikningi Pizza Pizza ehf. voru skuldir félagsins átján hundruð milljónir í lok árs 2009, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá 2010. Það þýðir að Landsbankinn felldi niður skuldir upp á að minnsta kosti einn og hálfan milljarð króna áður en félagið var selt til Birgis Þórs á dögunum. Félagið virðist hafa verið hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það sínum tíma en í lok árs 2004 voru skuldir þess 220 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Þær nífölduðust því í höndum nýrra eigenda á aðeins fjórum árum, frá 2005 til 2009. Þess ber þó að geta að fyrirtækið opnaði margar nýjar verslanir á þessum árum. Birgir Þór var meðal hluthafa Domino's í Þýskalandi en seldi fyrirtækið til rekstraraðila Domino's á Bretlandseyjum í apríl á þessu ári. „Domino's hafði samband við mig í lok árs 2009 til að koma að rekstri Domino's í Þýskalandi. Það er það sem ég gerði. Við seldum Domino's í Þýskalandi í apríl til Domino's á Englandi, sem er einn stærsti sérleyfishafi fyrirtækisins á heimsvísu, og áhugi minn beindist aftur að Domino's á Íslandi eftir það," segir Birgir Þór. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15 Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Birgir Þór Bieltvedt sem gengið hefur frá kaupum á Domino's af Landsbankanum keypti fyrirtækið á minna en helming af því sem hann seldi það á árinu 2005. Þá voru skuldir þess upp á einn og hálfan milljarð króna felldar niður hjá Landsbankanum áður en fyrirtækið var selt til Birgirs Þórs. Magnús Kristinsson, fjárfestir og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, skildi eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi Dominos, Pizza-Pizza ehf. miðað við stöðu félagsins samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2009. Landsbankinn tók síðan félagið yfir vegna erfiðrar skuldastöðu. Í gær var gengið frá sölu á félaginu til Birgis Þórs Bieltvedt en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna. Kaupverð með skuldum er því 560 milljónir. Birgir Þór stofnaði móðurfélag Domino's á Íslandi árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005, er félagið var selt. Heildarverðmæti Dominos árið 2005 var 1100 milljónir króna. Þá var fyrirtækið með 60 prósent markaðshlutdeild hér á landi. Birgir Þór er því að kaupa fyrirtækið núna, sex árum síðar, fyrir minna en helminginn af því sem það var verðlagt á þegar hann seldi það. Birgir Þór sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði selt fyrirtækið með hagnaði árið 2005 og sagði að fjárhæðin 1100 milljónir króna væri nærri lagi sem söluverð, þó hann myndi ekki töluna nákvæmlega. Var hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það Domino's rekur mun fleiri verslanir nú en þegar Birgir Þór seldi félagið á sínum tíma. Samkvæmt ársreikningi Pizza Pizza ehf. voru skuldir félagsins átján hundruð milljónir í lok árs 2009, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá 2010. Það þýðir að Landsbankinn felldi niður skuldir upp á að minnsta kosti einn og hálfan milljarð króna áður en félagið var selt til Birgis Þórs á dögunum. Félagið virðist hafa verið hóflega skuldsett þegar Birgir Þór seldi það sínum tíma en í lok árs 2004 voru skuldir þess 220 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Þær nífölduðust því í höndum nýrra eigenda á aðeins fjórum árum, frá 2005 til 2009. Þess ber þó að geta að fyrirtækið opnaði margar nýjar verslanir á þessum árum. Birgir Þór var meðal hluthafa Domino's í Þýskalandi en seldi fyrirtækið til rekstraraðila Domino's á Bretlandseyjum í apríl á þessu ári. „Domino's hafði samband við mig í lok árs 2009 til að koma að rekstri Domino's í Þýskalandi. Það er það sem ég gerði. Við seldum Domino's í Þýskalandi í apríl til Domino's á Englandi, sem er einn stærsti sérleyfishafi fyrirtækisins á heimsvísu, og áhugi minn beindist aftur að Domino's á Íslandi eftir það," segir Birgir Þór. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15 Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International. Salan er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 19. júlí 2011 15:15
Spenntur fyrir verkefninu Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. 20. júlí 2011 05:00