Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull 28. ágúst 2011 21:19 Jenson Button, Sebastian Vettel og Mark Webber á verðlaunapallinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira