Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull 28. ágúst 2011 21:19 Jenson Button, Sebastian Vettel og Mark Webber á verðlaunapallinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina. Webber var þriðji á ráslínu á Spa brautinni í dag, en ræsingin mistókst hjá honum og hann féll um tíma í áttunda sæti. Webber segir að sérstakur (anti-stall) búnaður í bílnum hafi trúlega heft framför hans í ræsingunni, hugsanlega vegna þess að rásmarkið er í lítilsháttar brekku, en sagði það þó óljóst. „Við höfum áhyggjur af dekkjamálum áður en við lögðum af stað og það var mikið fundað um málið í morgun. En réttar ákvarðanir voru teknar og liðið brást vel við ástandinu, eftir að hafa skoðað málin í nótt, til að nýta dekkin eins vel og mögulegt er", sagði Webber, en dekkin á bíl hans og Vettel slitnuðu ótæpilega í tímatökunni í gær og reglan segir að tíu fremstu menn megi ekki skipta um dekk eftir tímatökuna og fyrir ræsingu kappaksturs. Liðið vildi fá undanþágu frá reglunni, en það gekk ekki eftir. „Dekkin voru mjög skemmd eftir tímatökuna og við þurfum að taka þjónustuhlé snemma í keppninni til að varna því að lenda í ógöngum. Ég náði að skáka einhverjum í upphafi, eftir ræsinguna og þegar öryggisbíllinn kom út, þá heyrði ég ekki í liðinu að ég ætti að taka þjónustuhlé. Ég hafði áhyggjur af stöðunni eftir þetta, en við héldum áfram og bíllinn lét vel af stjórn. Ég náði að aka vel og við náðum hagstæðum úrslitum, og þetta var einn besti tvöfaldi sigur liðsins. Þetta var frábær helgi fyrir liðið og það átti sigurinn skilið", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira