Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni Samstarfsráðherrar Norðurlandanna skrifar 15. apríl 2011 07:00 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun