Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni Samstarfsráðherrar Norðurlandanna skrifar 15. apríl 2011 07:00 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010 var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en hvernig breytum við um stefnu? Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa Norðurlönd sýnt fram á að það er hægt að ná auknum hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir jarðar. Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á norrænum vettvangi? Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnkar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífslíkur íbúa aukast og það sama á við um menntunarstig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til framtíðar. Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri almenningssamgöngum og umhverfisvænum orkulausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun norræna umhverfismerkisins Svansins og með því að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist. Framleiðendur og neytendur verða áfram að bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfistækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk þarf að deila með sér færri auðlindum. Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsamfélaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö, vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niðurníðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af Sameinuðu þjóðunum. Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það markmið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuðstaður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör samkeppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vistvæna orkunotkun. Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum. Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf. Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá norrænum markmiðum. Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna, og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið 2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á alþjóðavettvangi eru því fjölmörg. Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystrasaltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameiginlegar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf eins og það gerist best. Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þveröfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu. Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og meiri áhrifum á alþjóðavettvangi. Samstarfsráðherrar Norðurlanda: Katrín Jakobsdóttir, Ísland Karen Elleman, Danmörk Jan Vapaavuori, Finnland Jacob Vestergaard, Færeyjar Palle Christiansen, Grænland Rigmor Aasrud, Noregur Ewa Björling, Svíþjóð Veronica Thörnroos, Álandseyjar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun