Bætt þjónusta - minni útgjöld Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 15. apríl 2011 10:12 Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun