Innlent

Makríll veiðist um allan sjó

Tvö fjölveiðiskip eru nú á landleið með makríl, sem þau veiddu á Reykjaneshrygg, þannig að hann er farinn að veiðast um allan sjó, eins og sjómenn orða það.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur aukið kvóta sumargotssíldar um fimm þúsund tonn svo að makríl veiðimenn lendi ekki í vandræðum ef síld slæðist með í makrílaflanum, sem er algengt.

Þá mega strandveiðibátar nú landa makríl, sem þeir fá með öðrum afla, og er hann þá metinn í þorskígildum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×