Íbúðaverð í borginni hefur lækkað um 37,8% að raunvirði 19. júlí 2010 08:42 Frá því að íbúðaverð náði hámarki í verðbólunni sem var á íbúðamarkaðinum áður en gjaldeyris- og bankakreppan skall á hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 37,8% að raunvirði.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að leiðrétting á raunverði íbúða í kreppum og niðursveiflum íslensku hagsögunnar hafa fremur átt sér stað í gegnum mikla verðbólgu en nafnverð íbúðarhúsnæðis. Þannig hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu haldið áfram að lækka í ár að raunvirði þó svo að nafnverð íbúðarhúsnæðis hafi hækkað. Nemur lækkunin 1,0% og kemur í kjölfar 20,9% raunverðslækkunar á síðasta ári.Í árferði líkt og því sem nú ríkir eru það aðallega litlar fjölbýlisíbúðir sem ganga kaupum og sölum á meðan stærri og dýrari eignir eru tregari í sölu enda erfitt að fjármagna slík kaup með nýjum lántökum um þessar mundir. Auk þess leitast fólk við að minnka við sig í slæmu árferði og því alltaf tiltekin grunneftirspurn eftir smærri eignum.Mætti reikna með því að þessi hegðun markaðarins myndi birtast í meiri lækkun á sérbýli en fjölbýli í kreppu. Þetta hefur samt sem áður ekki verið raunin í þeirri kreppu sem íslenskt efnahagslíf er að takast á við. Nafnverð sérbýlis hefur lækkað um 15,6% frá því að það náði sínu hæsta gildi í bólunni fyrir hrun en lækkun fjölbýlis er 14,1%. Munurinn er til staðar en er sáralítill.Gera má ráð fyrir því að veltan aukist ekki á íbúðamarkaðinum að neinu ráði fyrr en fjárhagsleg endurskipulagning heimilanna verður um garð gengin, atvinnuástandið hefur batnað og óvissa varðandi framtíðartekjumöguleika heimila minnkar. Búast má við að mælingarvandinn varðandi verðbreytingar á íbúðamarkaði verði umtalsverður þar til að veltan á íbúðamarkaði fari að aukast.Eftir því sem veltan eykst munu verðvísitölurnar líklega koma betur til skila þeirri lækkun sem orðið hefur í reynd. Þangað til er vert að túlka niðurstöður mælitækjanna hóflega enda líklegt er að þær vísitölur sem eiga að mæla fasteignaverð nái ekki að endurspegla verðþróunina með réttum hætti, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Frá því að íbúðaverð náði hámarki í verðbólunni sem var á íbúðamarkaðinum áður en gjaldeyris- og bankakreppan skall á hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 37,8% að raunvirði.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að leiðrétting á raunverði íbúða í kreppum og niðursveiflum íslensku hagsögunnar hafa fremur átt sér stað í gegnum mikla verðbólgu en nafnverð íbúðarhúsnæðis. Þannig hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu haldið áfram að lækka í ár að raunvirði þó svo að nafnverð íbúðarhúsnæðis hafi hækkað. Nemur lækkunin 1,0% og kemur í kjölfar 20,9% raunverðslækkunar á síðasta ári.Í árferði líkt og því sem nú ríkir eru það aðallega litlar fjölbýlisíbúðir sem ganga kaupum og sölum á meðan stærri og dýrari eignir eru tregari í sölu enda erfitt að fjármagna slík kaup með nýjum lántökum um þessar mundir. Auk þess leitast fólk við að minnka við sig í slæmu árferði og því alltaf tiltekin grunneftirspurn eftir smærri eignum.Mætti reikna með því að þessi hegðun markaðarins myndi birtast í meiri lækkun á sérbýli en fjölbýli í kreppu. Þetta hefur samt sem áður ekki verið raunin í þeirri kreppu sem íslenskt efnahagslíf er að takast á við. Nafnverð sérbýlis hefur lækkað um 15,6% frá því að það náði sínu hæsta gildi í bólunni fyrir hrun en lækkun fjölbýlis er 14,1%. Munurinn er til staðar en er sáralítill.Gera má ráð fyrir því að veltan aukist ekki á íbúðamarkaðinum að neinu ráði fyrr en fjárhagsleg endurskipulagning heimilanna verður um garð gengin, atvinnuástandið hefur batnað og óvissa varðandi framtíðartekjumöguleika heimila minnkar. Búast má við að mælingarvandinn varðandi verðbreytingar á íbúðamarkaði verði umtalsverður þar til að veltan á íbúðamarkaði fari að aukast.Eftir því sem veltan eykst munu verðvísitölurnar líklega koma betur til skila þeirri lækkun sem orðið hefur í reynd. Þangað til er vert að túlka niðurstöður mælitækjanna hóflega enda líklegt er að þær vísitölur sem eiga að mæla fasteignaverð nái ekki að endurspegla verðþróunina með réttum hætti, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira