Lífið

Miley vill giftast Liam

Miley Cyrus vill giftast kærasta sínum um leið og hún verður átján ára gömul. Nordicphotos/getty
Miley Cyrus vill giftast kærasta sínum um leið og hún verður átján ára gömul. Nordicphotos/getty
Söngkonan unga, Miley Cyrus, er svo ástfangin af kærasta sínum, ástralska leikaranum Liam Hemsworth, að hún gæti vel hugsað sér að giftast piltinum um leið og hún hefur aldur til.

„Hún er sannfærð um að þau eigi eftir að verja ævinni saman. Hún hefur sagt að hún vilji giftast honum þegar hún hefur náð átján ára aldri. Hún hefur meira að segja fengið leyfi hjá móður sinni til að klæðast hennar brúðarkjól,“ var haft eftir fjölskylduvini.

Miley og Liam hafa átt í sambandi í tíu mánuði og heimsótti söngkonan fjölskyldu Liams í Ástralíu fyrir stuttu. „Hann er yndislegur. Við hittumst daglega og hann er orðinn minn besti vinur,“ sagði stúlkan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.