Erlent

Öryggi stórhert á breskum flugvöllum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Öryggisviðbúnaður verður hertur á Heathrow og öðrum stöðum í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Öryggisviðbúnaður verður hertur á Heathrow og öðrum stöðum í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Öryggisviðbúnaður á breskum flugvöllum verður aukinn eftir að nígerískur hryðjuverkamaður reyndi að granda flugvél á leið til Detroit í Bandaríkjunum á jóladag.

Líkamsleitartæki (e. full body scanner) verða á Heathrow innan fárra vikna þar sem þeir munu verða notaðir fyrir flug til allra áfangastaða en ekki einungis þeirra sem fljúga til Bandaríkjanna. Þá mun starfsfólk einnig geta leitað á farþegum við hliðið rétt áður en fólk stígur um borð í flugvél. Einnig verður gripið til fleiri aðgerða.

Tilkynnt var um þessar breytingar á öryggisráðstöfunum eftir að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hét því að stjórnvöld myndu gera allt til þess að auka öryggi á flugvöllum. „Við höfum orðið þess vör að það eru nýjar gerðir af vopnum sem al-Qaeda notar og við verðum að bregðast við því," sagði Brown í þætti Andrew Marr á BBC fréttastöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×