Hverjir eiga auðlindina? Árni Sigfússon skrifar 11. ágúst 2010 06:00 Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun