Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum hefur skaðast umtalsvert á því að rekstur Flugfélags Vestmannaeyja var stöðvaður í vor.
Margir erlendir ferðamenn ætluðu að nýta sér þjónustu félagsins og fljúga til Eyja frá Bakkaflugvelli í sumar, en hafa orðið frá að hverfa, að því er fram kemur á vef Eyjafrétta.
Til dæmis hafa 90 prósent færri heimsótt ferðamannabíóið Eyjamyndir,en á sama tíma í fyrra, en þar eru sýndar gos- og mannslífsmyndir úr Eyjum.