Vill að FME og SÍ dragi tilmælin til baka Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. júlí 2010 12:02 Gísli Tryggvason vill að tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands verði dregin til baka. Talsmaður neytenda vill að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands dragi til baka tilmæli sín um hvernig fjármálafyrirtæki skuli rukka af gengistryggðum lánum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Hann útilokar ekki að ríkið gæti orðið bótaskylt vegna tilmælanna. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda sendi formlegt bréf þessa efnis til Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins á föstudaginn. Eins og kunnugt er hafa nú tvenn tilmæli verið send fjármálafyrirtækjum um hvernig eigi að rukka af lánum í óvissuástandinu þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör ólöglegra gengislána. Annars vegar frá Gísla, sem vildi að menn rukkuðu fasta krónutölu af hverri lánaðri milljón, þ.e. af þeim lánum sem vafi leikur á að falli undir gengisdóma Hæstaréttar. Stóru bankarnir hafa fallist á tilmæli Gísla og hyggjast rukka 5000 krónur af hverri milljón af upphaflegum höfuðstól frá næstu mánaðamótum. En svo eru lánin sem bílalánafyrirtækin veittu og næsta öruggt að Hæstaréttardómarnir gilda um - þau fyrirtæki ætla ekki að innheimta greiðslur í júlí og ágúst - en síðan munu þau rukka skuldara í samræmi við tilmæli FME og Seðlabankans. Vegna þessa hefur talsmaður neytenda formlega farið fram á það að þessar stofnanir dragi sín tilmæli til baka vegna - eins og hann orðar það í bréfinu vegna „valdþurrðar, rangs lagagrunns, skorts á lagastoð að formi og efni og ónógs undirbúnings." Ennfremur lítur talsmaður neytenda svo á að tilmælin séu íhlutun í fordæmisáhrif gengisdóma Hæstaréttar. Hann telur því ekki útilokað að ríkið gæti orðið bótaskylt standi tilmæli FME og Seðlabankans óhögguð. Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Talsmaður neytenda vill að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands dragi til baka tilmæli sín um hvernig fjármálafyrirtæki skuli rukka af gengistryggðum lánum þar til niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Hann útilokar ekki að ríkið gæti orðið bótaskylt vegna tilmælanna. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda sendi formlegt bréf þessa efnis til Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins á föstudaginn. Eins og kunnugt er hafa nú tvenn tilmæli verið send fjármálafyrirtækjum um hvernig eigi að rukka af lánum í óvissuástandinu þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör ólöglegra gengislána. Annars vegar frá Gísla, sem vildi að menn rukkuðu fasta krónutölu af hverri lánaðri milljón, þ.e. af þeim lánum sem vafi leikur á að falli undir gengisdóma Hæstaréttar. Stóru bankarnir hafa fallist á tilmæli Gísla og hyggjast rukka 5000 krónur af hverri milljón af upphaflegum höfuðstól frá næstu mánaðamótum. En svo eru lánin sem bílalánafyrirtækin veittu og næsta öruggt að Hæstaréttardómarnir gilda um - þau fyrirtæki ætla ekki að innheimta greiðslur í júlí og ágúst - en síðan munu þau rukka skuldara í samræmi við tilmæli FME og Seðlabankans. Vegna þessa hefur talsmaður neytenda formlega farið fram á það að þessar stofnanir dragi sín tilmæli til baka vegna - eins og hann orðar það í bréfinu vegna „valdþurrðar, rangs lagagrunns, skorts á lagastoð að formi og efni og ónógs undirbúnings." Ennfremur lítur talsmaður neytenda svo á að tilmælin séu íhlutun í fordæmisáhrif gengisdóma Hæstaréttar. Hann telur því ekki útilokað að ríkið gæti orðið bótaskylt standi tilmæli FME og Seðlabankans óhögguð.
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira