Viðskipti innlent

Hagfræðingur SI átti von á meiri vaxtalækkun

"Þannig er búið að eyða talsverðri óvissu um aðgengi Íslands að erlendu lánsfé. Loks má ekki gleyma því að eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu er takmarkaður."
"Þannig er búið að eyða talsverðri óvissu um aðgengi Íslands að erlendu lánsfé. Loks má ekki gleyma því að eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu er takmarkaður."
„Ég átti von á aðeins meiri lækkun," segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) um vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun.

Þetta kemur fram á vefsíðu SI en þar segir Bjarni Már að allar forsendur séu fyrir myndarlegri vaxtalækkun.

„Gengi krónunnar hefur verið styrkjast lítillega síðustu mánuði og Seðlabankinn hefur ekki verið að grípa inn í a gjaldeyrismarkaði. Þá er verðbólgan að hjaðna og búið fara í gegnum aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá AGS," segir Bjarni Már.

"Þannig er búið að eyða talsverðri óvissu um aðgengi Íslands að erlendu lánsfé. Loks má ekki gleyma því að eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu er takmarkaður. Allir þessir þættir styðja við hraðari lækkun á vöxtum en við erum að sjá. Þetta þokast allt í rétta átt en fullhægt að mínu mati."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×